Hirst farsælasti myndlistarmaður heims

Listamaðurinn Damien Hirst við eitt verka sinna.
Listamaðurinn Damien Hirst við eitt verka sinna. Reuters

Breski myndlistamaðurinn Damien Hirst er nú sá myndlistarmaður heimsins sem þykir farsælastur, miðað við sölu á verkum eftir hann. Hirst seldi nýverið 28 málverk á sýningu í Los Angeles fyrir 61 milljón dollara og náði með þeirri sölu fyrrgreindu marki, að sögn breska dagblaðsins Independent.

Fram að seinustu helgi var Hirst í öðru sæti, á eftir bandaríska málaranum Japer Johns, en hann seldi grafíkverk fyrir 41 milljón dollara í fyrra. Málverk Hirst hækkuðu gífurlega í verði með fyrrnefndri sýningu, en í þau notar Hirst þurrkuð fiðrildi og húsamálningu.

„Damien Hirst er án efa farsælasti myndlistamaður heimsins í dag,“ segir Cristina Ruiz, ritstjóri listadagblaðsins The Art Newspaper. Hann sé einn af þremur listamönnum sem teljist „vörumerki“ í myndlistarheiminum, en hinir eru þeir Andy Warhol og Pablo Picasso en báðir eru þeir látnir. Með því er átt við að verk þessara manna seljist um allan heim. Hirst geti selt nánast hvað sem er, leggi hann nafn sitt við það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes