Scotty skotið út í geim

Aðdáendur Star Trek fylgjast með minningarathöfn um Doohan í Nýju-Mexíkó …
Aðdáendur Star Trek fylgjast með minningarathöfn um Doohan í Nýju-Mexíkó í gær. Reuters

Vel tókst til þegar ösku leikarans James Doohan, sem er betur þekktur sem Scotty í Star Trek, var skotið út í geim frá skotpalli í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum í dag. Aðdáendur leikarans fjölmenntu og fögnuðu ákaft þegar ljóst var að „Scotty“ var kominn út í geim. Ekkja leikarans, Wende, fylgdist með því þegar Doohan lagði í sína síðustu langferð.

Aska um 200 annarra manna, þar á meðal geimfarans Gordons Coopers, var einnig send út í geim með eldflauginni en fyrirtækið Space Services Inc. skipulagði þessa óvenjulegu útför. Geimfluginu hafði verið frestað ítrekað af ýmsum ástæðum en SpaceLoft XL eldflaugin lagði loks af stað í dag frá skotpalli nálægt bænum Hatch.

Þegar eldflaugin var komin í um 110 km hæð yfir jörðu losnaði hylki, sem innihélt öskuna, frá eldflauginni og lenti í um 50 km fjarlægð frá skotstaðnum. Ættingjar og vinir hinna látnu gátu síðan sótt öskuna þangað.

Doohan lést árið 2005, 85 ára að aldri en hann hafði þjáðst af Alzheimersjúkdómi. Hann hóf leik í feril sinn í útvarpi og sjónvarpsþáttum áður en hann sló í gegn sem vélstjórinn Scotty í Star Trek-sjónvarpsþáttunum. Persóna Doohans var þekktust fyrir að bregðast við fyrirskipunum frá áhöfn geimskipsins Enterprice: Beam me up, Scotty.

Doohan fæddist í Kanada og hafði mikla reynslu af leik í útvarpi og á sviði þegar hann fór árið 1966 í áheyrnarpróf fyrir nýja geimþætti, sem NBC sjónvarpsstöðin ætlaði að hefja framleiðslu á. Doohan fór með línurnar sínar með mismunandi hreimi. Framleiðendurnir spurði hann hvaða hreimur honum þætti heppilegastur. „Ég taldi að röddin með skoska hreiminum væri valdsmannslegust," rifjaði Doohan upp síðar. „Svo ég sagði þeim að ef þessi persóna ætti að vera vélstjóri þyrfti hún að vera Skoti."

Þeir sem vilja njóta þjónustu Space Services þurfa að greiða jafnvirði 35 þúsund krónur fyrir að láta senda gramm af ösku út í geim með þessum hætti. Frá og með árinu 2009 ætlar fyrirtækið að bjóða upp á að senda ösku út fyrir gufuhvolfið og sú þjónusta verður öllu dýrari.

James Doohan, betur þekktur sem Montgomery „Scotty“ Scott.
James Doohan, betur þekktur sem Montgomery „Scotty“ Scott. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav