Michael Douglas aftur í hlutverk Gordon Gekko

Douglas í hlutverki Gekkos.
Douglas í hlutverki Gekkos.

„Peningar sofa aldrei“ á að verða titillinn á framhaldi myndarinnar Wall Street, er gerð var 1987, sem nú er í undirbúningi, og mun Michael Douglas aftur leika hlutverk fjármálamógúlsins Gordon Gekko, að því er framleiðandi myndarinnar, Edward R. Pressman, sem einnig framleiddi Wall Street, tjáir The New York Times.

„Græðgi er góð,“ er ein af þekktustu setningum kvikmyndasögunnar, en hana mælti Douglas í hlutverki Gekkos í Wall Street. Í einræðu er hann hélt í myndinni sagði hann m.a. að peningar sofi aldrei, og þaðan er titill nýju myndarinnar fenginn.

Gekko varð ímynd græðgi og yfirgangs stórfyrirtækja á níunda áratugnum, og í lok Wall Street fór hann í fangelsi, en Pressman vildi ekki segja frá söguþræði nýju myndarinnar.

Það var Oliver Stone sem leikstýrði Wall Street, en The New York Times segir hann hafa afþakkað boð um að leikstýra nýju myndinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér finnist gaman að láta sjá verka þinna stað, skaltu hafa hugfast að magn er ekki sama og gæði. Einhver er ekki að segja allan sannleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér finnist gaman að láta sjá verka þinna stað, skaltu hafa hugfast að magn er ekki sama og gæði. Einhver er ekki að segja allan sannleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant