Fleiri en Eiríkur ósáttir við svæðaskiptingu í Eurovision

Danska drag- og dramadrottningin DQ
Danska drag- og dramadrottningin DQ mbl.is/Eggert

Það eru fleiri en Eirikur Hauksson ósáttir við niðurstöðu undanúrslitanna í Eurovision söngvakeppninni og þá svæðaskiptingu sem virðist hafa orðið í keppninni. Danska dragdrottningin DQ, öðru nafni Peter Andersen, segir að eftir allt það hrós sem danski hópurinn hafi fengið frá aðdáendum og öðrum keppendum hafi það verið líkt og að fá blauta tusku í andlitið að komast ekki áfram í keppninni. Politiken segir frá þessu.

Blaðamaður Politiken segir reyndar að Peter hafi verið ansi tuskulegur sjálfur í morgun, enda viðurkennir hann að veisluhöld hafi staðið fram eftir nóttu þrátt fyrir ósigurinn.

Peter segir að margir í hópnum séu bitrir og reiðir og segi tilgangslaust að taka þátt í keppninni, þótt hann sé sjálfur ekki á sama máli. Hann segist þó, líkt og Eiríkur Hauksson, vonsvikinn því atriðið hafi verið gott og allt hafi gengið upp.

Hann segist vera mikill aðdáandi keppninnar, og að sem slíkur þá sé það afar fróðlegt að fylgjast með baksviðs. Hann segir að margir séu vonsviknir eftir keppnina í gær og að orðrómur sé uppi um að sumar þjóðir muni jafnvel hætta þátttöku í keppninni.

Andersen tekur þó ekki jafn djúpt í árinni og Eiríkur í gærkvöldi, en bendir á að hugsanlega felist lausnin í því að tvær undankeppnir fari fram, ein í A-Evrópu og önnur í V-Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes