Hundur Mourinhos sendur til Portúgals

José Mourinho hefur ekki verið ánægður með spurningar breskra fréttamanna …
José Mourinho hefur ekki verið ánægður með spurningar breskra fréttamanna um hundinn. Reuters

Hundurinn Leya, Yorkshire terrier í eigu portúgalska knattspyrnuþjálfarans José Mourinho, er kominn aftur til Portúgals. Mikið uppnám varð í Lundúnum í vikunni þegar lögregla kom heim til Mourinhos og vildi fjarlægja hundinn en grunur lék á að hundurinn hefði verið fluttur út úr Bretlandi og síðan aftur inn án þess að lög um sóttkví hefðu verið virt.

Lögmaður Mourinhos sagði í dag, að Leya væri nú komin aftur til Portúgals í fylgd Tami, eiginkonu José og þetta hefði gerst með fullri vitneskju og í samvinnu við bresk stjórnvöld.

„Mourinho æskir þess, að fá að einbeita sér að verkefni sínu með Chelsea á morgun án þess að vera spurður stöðugra spurninga um þetta mál, sem nú er lokið með sátt," sagði lögmaðurinn. Málið hefur verið mikið til umfjöllunar í breskum fjölmiðlum eftir að Mourinho var handtekinn fyrir að hindra störf lögreglumanna sem vildu fjarlægja hundinn.

Chelsea mætir Manchester United á morgun í úrslitaleik bresku bikarkeppninnar í knattspyrnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes