Ungfrú Alheimur krýnd í Mexíkó

Ungfrú Japan, Riyo Mori var krýnd Ungfrú alheimur.
Ungfrú Japan, Riyo Mori var krýnd Ungfrú alheimur. Reuters

Japanska fyrirsætan Riyo Mori var krýnd Ungfrú Alheimur 2007 í fegurðarsamkeppninni sem haldin var í Mexíkóborg í gærkvöldi. Keppendur frá 77 löndum tóku þátt en sænski keppandinn mætti ekki í mótmælaskyni þar sem Svíum þykir keppnin hlutgera konur og niðurlægja þær.

Mori sem er tvítug varð að vonum tárvot og glöð við sigurinn. Hún er önnur japanska fegurðardrottningin sem krýnd hefur verið í keppninni, sú fyrri var Akiko Kojima sem krýnd var 1959.

Mori fær afnot af íbúð í New York í eitt ár, laun sem ekki eru gefin upp, fullan fataskáp og skartgripi og greidd verða fyrir hana skólagjöld til tveggja ára í kvikmyndaskóla í New York.

Í öðru sæti varð Natalia Guimaraes, 22, frá Brasilíu og í þriðja sæti varð Ly Jonaitis, 21, frá Venesúela.

Púað var á Ungfrú Bandaríkin, Rachel Smith og með því vildi fólk mótmæla þeirri meðferð sem Mexíkóar fá í Bandaríkjunum, hún varð í fimmta sæti.

Japanska fegurðardrottningin í sundfötum.
Japanska fegurðardrottningin í sundfötum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka