Miðasala á tónleika Air hefst á morgun

Rafpoppdúettinn Air.
Rafpoppdúettinn Air.

Miðasala á tónleika frönsku hljómsveitarinnar Air í Laugardalshöll hefst á morgun kl. 10. Miðaverð er 3900 kr í stæði, 4500 kr í palla og 5500 kr í stúku. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar, BT á landsbyggðinni og á Midi.is.

Air hefur í rúman áratug notið mikilla vinsælda hér á landi. Tónleikarnir eru síðasta atriðið og lokahnykkurinn í dagskrá Pourquoi Pas? – Fransks vors á Íslandi.

Hljómsveitin, sem er skipuð þeim Nicolas Godin og Jean-Benoît Dunckel, er þekkt fyrir að leggja mikinn metnað í tónleika sína, leika af fingrum fram og koma með óvænt útspil í hvívetna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren