Hilton send aftur í fangelsið

Paris Hilton var færð grátandi og öskrandi úr réttarsal í dag og send aftur í fangelsi eftir að dómari kvað upp þann úrskurð að hún skyldi afplána 45 daga fangelsisdóm í heild sinni fyrir að rjúfa skilorðsbundinn dóm sem hún hlaut fyrir ölvunarakstur.

„Þetta er ekki réttlátt,” æpti Hilton með ekkasogum og kallaði síðan til móður sinnar sem var í réttarsalnum er dómarinn kvað upp úrskurð sinn.

Hilton hafði fyrr í dag verið færð handjárnuð til réttarsalarins í lögreglubíl sem eltur var af fréttaljósmyndurum og þyrlum fréttastöðva sem lýstu atburðinum í beinni útsendingu.

Að sögn fréttamanna á staðnum grét hún án afláts á meðan réttarhöldin fóru fram. Hún snéri sér margsinnis í sætinu til foreldra sinna sem sátu fyrir aftan hana í réttarsalnum og myndaði orðin „Ég elska ykkur” með munninum.

Fyrr um daginn hafið verið nokkuð karp um það hvort hún gæti verið í símasambandi heiman frá sér en að lokum ákvað dómarinn að hún þyrfti að vera viðstödd í eigin persónu.

Enn hefur ekki verið gefið upp hvaða læknisfræðilega ástæða varð til þess að hún var send heim í stofufangelsi með ökklaband en viðbrögðin við þeirri fregn munu hafa verið mikil og mannréttindasamtök sem og almenningur létu í sér heyra og fengu yfirvöld í Los Angeles mörg hundruð tölvupósta þar sem fólk lýsti hneykslan sinni á því að frægð og peningar gætu fengið fólk laust úr fangelsi.

Lögreglumyndin af Paris Hilton frá því að hún var fyrst …
Lögreglumyndin af Paris Hilton frá því að hún var fyrst sett inn. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes