Tvíburastrákar efstir á óskalistanum

Arun Nayar og Elizabeth Hurley á Indlandi.
Arun Nayar og Elizabeth Hurley á Indlandi. Reuters

Breska fyrirsætan og leikkonan Elizabeth Hurley og eiginmaður hennar, indverski kaupsýslumaðurinn Arun Nayar, vilja endilega eignast barn og eru tvíburadrengir efstir á óskalistanum hjá Hurley. Eru hjónakornin ólm í að eignast stóra fjölskyldu og það sem fyrst.

Að sögn Hurley bíður sonur hennar, Damian, sem er fimm ára gamall en faðir hans er bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Steve Bing, í eftirvæntingu eftir því að eignast systkini. Damian kallar Nayar pabba og lítur á hann sem föður sinn enda var hann einungis níu mánaða gamall þegar Hurley og Nayar fóru að draga sig saman. Segir Hurley að Damian þekki í raun ekki tilveruna öðruvísi en með Nayar við hlið sér. Segir Hurley að Damian sé þegar kominn með nöfn á tvíburasystkini sín: Fred og Daphne, sem eru eftirlætis persónur hans úr teiknimyndunum um Scooby Doo.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes