Búningar Dallas boðnir hæstbjóðandi

Linda Gray og Larry Hagman í hlutverkum sínum í Dallas, …
Linda Gray og Larry Hagman í hlutverkum sínum í Dallas, sjónvarpsþættinum vinsæla. Reuters

Leikarar sjónvarpsþáttarins Dallas komu saman aftir í París í tilefni þess að búningar þáttarins voru seldir á uppboði. Búningar þessa vinsæla þáttar frá níunda áratugnum seldust á rúmar tíu milljónir króna.

Hvítur Stetson hattur, auðkennismerki JR Ewing sem leikinn var af Larry Hagman, fór á rúmar hundrað þúsund krónur. Hagman mætti á uppboðið ásamt fyrrum meðleikurum sínum þeim Lindu Gray, Patrick Duffy, Steve Kanaly og Charlene Tilton.

Rúmlega 300 manns mættu á uppboðið og rennur ágóði af sölunni allur til franska barnaspítalans Sourire.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes