Ömmugleraugu Lennons á uppboði

John Lennon með gleraugun og kona hans Yoko Ono.
John Lennon með gleraugun og kona hans Yoko Ono. AP

Kapphlaup er um að eignast gleraugu, sem áður voru í eigu Bítilsins John Lennon, á uppboðssíðunni 991.com. Verðið er nú þegar komið upp í rúmlega 9 milljónir króna.

Ömmugleraugun svokölluðu voru aðalsmerki Lennons eftir tónleikaferðalag Bítlana árið 1966, um það leiti sem hljómsveitin hætti að spila saman. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Umsjónarmaður uppboðsins segir gríðarlegan áhuga vera á gleraugunum og það sé ekki hægt að meta verðmæti þeirra þar sem þau séu sérstaklega fágæt. Gleraugun eignaðist Lennon í Japan þegar Bítlarnir spiluðu í Tokyo. Honum varð vel til vina við túlk hljómsveitarinnar og skiptust þeir á gjöfum áður en leiðir skildu. Lennon gaf túlkinum sólgleraugu sín en túlkurinn gaf koparspangargleraugun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg