Nýjustu plötu Prince dreift ókeypis á netinu

Prince beitir rafmagnsgítarnum af alkunnri snilld.
Prince beitir rafmagnsgítarnum af alkunnri snilld. Reuters

Nýjustu plötu bandaríska tónlistarmannsins Prince hefur verið dreift á netið eftir að breskt dagblað lét eintak af plötunni fylgja með blaðinu. Það er því auðvelt fyrir aðdáendur Prince um allan að nálgast eintak af plötunni, sem ber heitið Planet Earth, ókeypis í gegnum netið. Þrátt fyrir þetta verður platan sett í almenna sölu í mörgum löndum, t.d. Bandaríkjunum.

Víða er hægt að nálgast nýju plötuna á netinu eftir að breska dagblaðið Mail on Sunday lét u.þ.b. þrjú milljón eintök fylgja blaðinu sem var gefið út í gær.

Hundruð geisladiska hafa þegar verið settir í sölu á uppboðsvefnum eBay, segir á fréttavef BBC.

Planet Earth verður ekki sett í almenna sölu í plötubúðum í Bretlandi vegna kynningar Mail on Sunday.

Hún verður hinsvegar gefin út annarsstaðar, m.a. í Bandaríkjunum og Kanada þann 24. júlí nk.

Einn bloggari, sem setti plötuna á vefinn, skrifaði: „Þar sem hún var hvort eð er ókeypis [...] þá ákváðum við að setja hana hér fyrir alla þá sem fengu ekki eintak.“

Uppátæki blaðsins hefur reitt marga eigendur plötubúða til reiði. Þeir segja að fólk eigi ekki að koma fram við tónlist eins og hún sé ódýr einnota neysluvara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg