Segja Spacey eiga skilið að snúa aftur til Hollywood

Kvikmyndastjörnur lýsa yfir stuðningi við Kevin Spacey.
Kvikmyndastjörnur lýsa yfir stuðningi við Kevin Spacey. AFP

Kvikmyndastjörnur á borð við Sharon Stone, Stephen Fry og Liam Neeson hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við bandaríska leikarann Kevin Spacey og segja hann eiga skilið að snúa aftur til vinnu. 

Spacey var útskúfaður frá Hollywood eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði brotið kynferðislega gegn fjórum karlmönnum frá árinu 2001 til ársins 2013. Meðal þeirra sem ásakaði Spacey var leikarinn Anthony Rapp. 

Óskarsverðlaunaleikarinn var í kjölfarið rekinn úr hlutverki sínu í þáttaröðinni House of Cards, en það er síðasta burðarhlutverk hans. 

Spacey var sýknaður af níu kynferðisafbrotakærum af kviðdómi í Lundúnum á síðasta ári. Leikarinn neitaði öllum ásökunum. 

Spacey á að baki farsælan leikferil en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið í myndunum American Beauty, Seven, L.A. Confidential og The Usual Suspects. Leikarinn hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í The Usual Suspects og American Beauty. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft þarf ekki stóra hluti til, heldur að breyta út af vananum. Hægðu á þér. Taktu eitt verkefni fyrir í einu og gefðu þér tíma til að anda á milli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft þarf ekki stóra hluti til, heldur að breyta út af vananum. Hægðu á þér. Taktu eitt verkefni fyrir í einu og gefðu þér tíma til að anda á milli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant