Simon Cowell framleiðir poppstjörnukvikmynd

Simon Cowell.
Simon Cowell. Reuters

Simon Cowell, sem hefur gert garðinn frægan sem dómari í X-Factor og American Idol þáttunum hyggst framleiða kvikmynd sem fjallar um þá hluti gerast á bak við tjöldin í hæfileikasjónvarpsþætti.

Kvikmyndin, sem gengur undir nafninu Star Struck, segir frá 10 keppendum í söngvakeppni. „Við viljum að þetta verði söngleikjaútgáfan af Rocky - saga um lítilmagnann, kvikmynd sem lætur manni líða vel,“ sagði Cowell í viðtali hjá The Hollywood Reporter.

Hann mun taka þátt í að velja leikara sem eiga að fara með aðalhlutverkin. Sjálfar áheyrnarprufurnar fyrir hlutverkin verða opnar öllum líkt og verið hefur í American Idol og X-Factor þáttunum.

Cowell segir að hann vilji fá óþekkta einstaklinga í burðarhlutverkin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér finnist gaman að láta sjá verka þinna stað, skaltu hafa hugfast að magn er ekki sama og gæði. Einhver er ekki að segja allan sannleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér finnist gaman að láta sjá verka þinna stað, skaltu hafa hugfast að magn er ekki sama og gæði. Einhver er ekki að segja allan sannleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant