Allt Fóstbræðrasafnið á DVD

Eftir Atla Fannar Bjarkason - atli@bladid.net

„Fóstbræður eru svolítið eins og Monty Python. Við gerðum þættina á sínum tíma með því hugarfari að við værum að skapa klassík," segir Jón Gnarr, en nú hefur verið ákveðið að gefa út sjónvarpsþættina Fóstbræður á DVD.

Hægt verður að kaupa allt safnið eða staka diska, en allur ágóði rennur til Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna.

„Ég vil óska þjóðinni til hamingju og vona að þetta eigi eftir að seljast í bílförmum, þannig að Umhyggja njóti góðs af."

„Þetta er búið að vera vandamál í mörg ár vegna þess að þegar þættirnir voru gerðir á sínum tíma, þá var ekki samið neitt sérstaklega um DVD," segir Jón.

„DVD var á þeim tíma talið einhver bóla sem ekki myndi ná neinni fótfestu. Það var einungis samið um myndbandaútgáfu."

Atriði úr Fóstbræðrum hafa skotið upp kollinum á myndbandavefsíðunni Youtube og eru gríðarlega vinsæl. Þá hafa milli 2-3.000 manns skráð sig á undirskriftalista sem berst fyrir útgáfunni á Netinu. Katrín Atladóttir stendur fyrir listanum á vefsíðu sinni, katrin.is.

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes