Ólíklegt að Fossett sé enn á lífi

Reuters

Sérfræðingar segja nú að lítil von sé til þess að ævintýramaðurinn og auðkýfingurinn Steve Fossett finnist á lífi. Leitað hefur verið að Fossett í tíu daga og talið er að hann hafi aðeins haft með sér eina vatnsflösku er hann lagði í flugferð sem standa átti í nokkrar klukkustundir, fyrir ellefu dögum síðan.

Sérfræðingar í útivist og því að lifa af við erfiðar aðstæður segja að Fossett þyrfti þá að hafa fundið bæði mat og skjól, en mestar áhyggjur hafa þeir af því að hann hefur engin merki sent um að hann sé á lífi. Það segir David McMullen, foringi gönguhópsins Desert Survivors, að sé merki um að hann sé annað hvort mjög slasaður, eða látinn.

Nevada eyðimörkin er einn þurrasti staður jarðar, og því afar erfitt fyrir ævintýramanninn að finna vatn, ef hann á annað borð hefur komist lífs af frá slysinu. Þar er að jafnaði 30 gráðu hiti á daginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjármálin eru ruglingsleg og því er þetta ekki rétti dagurinn til að taka mikilvægar ákvarðanir. Gerðu ekki ráð fyrir skyndilausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjármálin eru ruglingsleg og því er þetta ekki rétti dagurinn til að taka mikilvægar ákvarðanir. Gerðu ekki ráð fyrir skyndilausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant