Helgi fær ekki að vera með útvarpsþátt

Helgi Seljan.
Helgi Seljan.

Útvarpsstöðin RVKFM 101,5 segir, að Helgi Seljan, sem er einn af umsjónarmönnum Kastljóss Sjónvarpsins, fái ekki að vera með útvarpsþátt á útvarpsstöðinni eins og fyrirhugað hafði verið. Fyrsti þátturinn átti að vera 21. október.

Í tilkynningu, sem Franz Gunnarsson, framkvæmdastjóri RVKFM 101,5 skrifar undir, segir að náðst hafi samkomulag um að Helgi Seljan yrði með útvarpsþáttinn og Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóssins, hafi gefið Helga leyfi fyrir þessu.

Þau tíðindi hafi nú borist, að Helgi hafi verið boðaður á skyndifund hjá RÚV og honum tilkynnt að hann mætti ekki vera með umræddan útvarpsþátt.

„RVKFM 101.5 vill því hér með koma því á framfæri að stöðin harmi þessa skyndilegu ákvörðun yfirmanna RÚV. Þessi breyting er algjörlega úr okkar höndum og við vonum að stjórnendur RÚV endurskoði afstöðu sína og að fyrri ákvörðun Þórhalls Gunnarssonar taki gildi," segir í tilkynningu Franz.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg