Listin að gráta í kór hlýtur Kvikmyndaverðlaun kirkjunnar

Úr myndinni Listin að gráta í kór
Úr myndinni Listin að gráta í kór

Kvikmyndin Listin að gráta í kór eftir leikstjórann Peter Schønau Fog hlaut Kvikmyndaverðlaun Þjóðkirkjunnar sem voru veitt í annað sinn á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík 2007. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, veitti verðlaunin í lokahófi hátíðarinnar í gærkvöldi. Leikstjórinn, sem var staddur hér á landi vegna hátíðarinnar, tók við verðlaununum.

Í tilkynningu kemur fram að Kvikmyndaverðlaun kirkjunnar eru veitt vandaðri kvikmynd sem fjallar um tilvistar-, siðferðis-, eða trúarlegar spurningar. Valið var milli fimmtán kvikmynda sem allar voru sýndar í flokkinum Vitranir á hátíðinni.

Listin að gráta í kór er fyrsta kvikmynd danska leikstjórans Peter Schønau Fog í fullri lengd. Hann er fæddur í Danmörku árið 1971 og útskrifaðist úr kvikmyndaskóla Danmerkur árið 2000. Í kjölfarið hlaut hann nokkra athygli fyrir útskriftarmynd sína, Lille mænsk (2000).

Listin að gráta í kór segir frá Allan sem er ellefu ára drengur að vaxa úr grasi í Danmörku snemma á áttunda áratugnum. Tilveran er hvorki auðveld né einföld. Stóri bróðir er fluttur að heiman. Pabbinn er sígrátandi og hótar reglulega að fremja sjálfsmorð. Allan lítur upp til föður síns og vill gera allt til að gleðja hann og hjálpa fjölskyldunni. Því skilur hann ekki hvers vegna mamman tekur sjálfsmorðshótanirnar ekki alvarlega eða hví stóra systir er í vaxandi uppreisn og virðist ekki þola föður þeirra. Með því að bera fram skuggalegt söguefni í gegnum persónu hins unga Allan tekst leikstjóranum Fog að leiða saman húmor, sorg, ofbeldi og bannhelgi innan þessarar trufluðu fjölskyldu á einkar eftirminnilegan hátt í mynd sem hefur vakið mikla athygli og verið margverðlaunuð á kvikmyndahátíðum, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes