„Bohemian Rhapsody“ valið besta tónlistarmyndbandið

Mamma Mia! Hljómsveitin Queen.
Mamma Mia! Hljómsveitin Queen.

Breskir tónlistarunnendur hafa valið myndband hljómsveitarinnar Queen við lagið „Bohemian Rhapsody“ sem besta tónlistarmyndbandið í nýrri könnun. Myndbandið markaði tímamót á sínum tíma.

Rúmlega 1.000 manns tóku þátt í könnuninni sem breska símafyrirtækið O2 stóð að. Um 30% þátttakenda voru á þeirri skoðun að myndband Queen standi upp úr. Það er sex mínútna langt en það tók aðeins um þrjár klukkustundir að taka það upp. Þá var framleiðslukostnaður þess aðeins um 3.500 pund, sem samsvarar tæpum 440.000 kr.

Í öðru sæti er myndband Michaels Jacksons við lagið „Thriller“ og Justin Timberlake er í í því þriðja með myndbandið við lagið „Cry Me A River“.

Meðal annarra myndbanda sem komust á topp 10 listann má nefna teiknimyndamyndband norska tríósins A-Ha við lagið „Take On Me“. Þá komst umdeilt myndband bandarísku poppsöngkonunnar Christinu Aquileru við lagið „Dirty“ einnig á lista yfir 10 bestu myndböndin.

O2 fyrirtækið stóð að könnuninni þar sem það eitt af styrktaraðilum Q-tónlistarhátíðarinnar sem fer fram í London í dag.

Lagið „Bohemian Rhapsody“ var í efsta sæti breska vinsældarlistans í níu vikur í röð þegar það var gefið úr árið 1975. Það fór aftur í efsta sæti listans árið 1991 eftir að söngvari hljómsveitarinnar, Freddie Mercury, lést.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg