"Bóksalinn í Kabúl" gefur út bók

Bókabúð Rais í Kabúl.
Bókabúð Rais í Kabúl. AP

Bóksalinn frægi í Kabúl, sem norska blaðakonan Asne Seierstad gerði heimsþekktan með því að skrifa bók um hann og fjölskyldu hans, hefur nú sjálfur gefið út bók þar sem hann bregst harkalega við bók Seierstads og sakar hana um að breiða út lygar um hann og að hafa misnotað gestrisni hans og vináttu.

Bóksalinn heitir Shah Mohammad Rais. Seierstad heimsótti hann á heimili hans í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í febrúar 2002, skömmu eftir að alþjóðlegar hersveitir undir forustu Bandaríkjamanna höfðu hrakið talibanahreyfinguna frá völdum.

"Bóksalinn í Kabúl" varð metsölubók í Noregi og víða um heim. Í henni segir Seierstad frá þeim hremmingum og fangelsun sem Rais mátti þola til að halda bókabúðinni sinni opinni á meðan talíbanar voru við völd, en jafnfram að Rais hafi ríkt eins og einræðisherra yfir fjölskyldunni.

Í sinni eigin bók, sem Rais gaf upphaflega út í fyrra en ætlar að reyna að fá útgefna á ensku í Evrópu, segist hann ekki hafa getað neitað Seierstad um að fá að búa á heimili hans, þótt þar hafi verið fyrir hátt í tuttugu manns, þar sem afgönsk menning og gestrisni kveði á um að allir gestir séu vinir Guðs.

Seierstad "greindi opinberlega frá einkamálum saklausrar fjölskyldu," segir hann, og "endurgalt gestrisni og vináttu með óhróðri."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes