Yorke greiddi ekkert fyrir sína eigin plötu

Thom Yorke söngvari Radiohead.
Thom Yorke söngvari Radiohead. AP

Thom Yorke, söngvari bresku hljómsveitarinnar Radiohead, hefur viðurkennt að hann hafi verið í hópi þeirra þúsunda einstaklinga sem greiddu ekki krónu er þeir höluðu niður nýjustu plötu Radiohead af netinu.

Platan, sem ber heitið In Rainbows, var gefin út á netinu og Radiohead bauð aðdáendum sínum að ákveða sjálfir hvað platan ætti að kosta.

„Það var enginn tilgangur. Ég færi fé úr einum vasa í annan,“ sagði Yorke í samtali við BBC 6.

Samkvæmt einni könnun borguðu þrír af hverjum fimm ekkert fyrir nýju plötuna.

Mikil leynd lá yfir verkefninu og einn af umboðsmönnum sveitarinnar, Bryce Edge, viðurkenndi í október að það væri tekin mikil áhætta með þessu uppátæki.

„Við einfaldlega máttum ekki segja neinum frá. Ég sagði ekki einu sinni eiginkonu minni frá því að við ætluðum að gefa plötuna út með þessum hætti,“ sagði Ed O'Brien, gítarleikari Radiohead.

Yorke segir að enginn hafi mátt eiga eintök af frumupptökunni ef svo skyldi fara að henni yrði lekið út áður en Radiohead gæti sett plötuna á vefinn líkt og þeir gerðu. „Allar plötur sem við höfum gert hafa lekið. Og því ekki að leka bölvuðum gripnum út sjálfur?“ sagði hann.

Radiohead hefur tilkynnt að In Rainbows verður gefin út á vínyl- og geislaplötu þann 31. desember nk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes