Kim Larsen: Að spila tónlist er eins og að kyssa konu

Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen lenti á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu í dag en hann mun halda tónleika fyrir íslenska aðdáendur sína, ásamt hljómsveit sinni Kjukken, annað kvöld. Þetta verða lokatónleikarnir á ferðalagi Kims og Kjukkens um Norðurlöndin í haust. Kim Larsen sagði í samtali við mbl.is að hann hlakkar ávallt til að spila tónlist. Það væri eins og að kyssa konu. Það sé frábært.

Larsen hélt síðast tónleika á Íslandi fyrir tveimur árum. Þá hélt hann tvenna tónleika fyrir fullu húsi og gríðarlega góð stemning skapaðist.

Nýjasta plata Kim Larsen og Kjukken kom út fyrir jólin í fyrra og ber hún nafnið „Gammel hankat“ sem útleggst á íslensku sem „Gamli fresskötturinn“.

Tónleikarnir fara fram í Vodafonehöllinni og hefjast kl. 21.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes