Norsk Silvía Nótt á Íslandi

Pia Haraldsen er með þátt á TV2 í Noregi og …
Pia Haraldsen er með þátt á TV2 í Noregi og fjallað er um hana á heimasíðu sjónvarpsstöðvarinnar.

Norska sjónvarpskonan Pia Haraldsen, sem nýtur mikilla vinsælda í Noregi fyrir grínfréttaþáttinn Rödd þjóðarinnar, eða Rikets Røst, kom hingað til lands í vikunni og tók skopviðtöl við þingmenn, fjármálaráðherra og bankastjóra Landsbankans. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, boðaði hins vegar forföll.

Rikets Røst er gríðarlega vinsæll grínfréttaþáttur sem er sýndur einu sinni í viku á sjónvarpsstöðinni TV2. Samkvæmt upplýsingum frá Vegard Thomassen, framleiðanda þáttanna, horfir um hálf milljón Norðmanna á Rikets Røst í viku hverri og hefur hann verið á dagskrá stöðvarinnar í rúm þrjú ár.

Pia Haraldsen sér um fréttaflutning af erlendum vettvangi fyrir þáttinn. Frægt er viðtal hennar við borgarráðsmanninn James Oddo frá New York sem nánast fleygði Piu og upptökuliði út af skrifstofu sinni þegar fíflaspurningar Piu náðu hámarki.

Myndskeiðið hefur notið mikilla vinsælda á YouTube og atvikið komst meðal annars í fréttir Fox fréttastöðvarinnar. Ólíkt mörgum skopspyrlum af hennar sauðahúsi kemur Pia furðu vel fyrir og það er ekki fyrr en hún byrjar sjálft viðtalið að það renna tvær grímur á viðmælendur hennar.

Besta landi í heimi

Tilefni viðtalanna hér á landi er nýbirtur lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna en eins og kunnugt er skaust Íslandi upp fyrir Noreg á listanum. Vegard Thomassen framleiðandi þáttanna staðfesti við Morgunblaðið að Pia hafi tekið viðtöl við Dag B. Eggertsson borgarstjóra, að minnsta kosti tvo þingmenn og Halldór J. Kristjánsson bankastjóra Landsbankans.

Morgunblaðið hefur þá einnig heimildir fyrir því að Pia hafi rætt við Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra og að ætlunin hafi verið að ræða við Geir H. Haarde forsætisráðherra. Geir mun þó hafa afboðað viðtalið á síðust stundu sökum veikinda. Að sögn Vegards gengu viðtölin mjög vel fyrir sig og þó að menn hafi kveikt misjafnlega fljótt á perunni varð enginn sárreiður vegna fíflalátanna.

„Þið eru afskaplega kurteis þjóð. Viðmælendur voru heldur undrandi á sumum spurningunum en þegar öll kurl komust til grafar, tóku menn þessu með jafnaðargeði. Við fengum í raun staðfestingu á því að Ísland er besta land heimi."

Vefsíða TV2
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes