Gunnar rotaði breskan sérsveitarmann

Gunnar lætur höggin dynja á andstæðingnum.
Gunnar lætur höggin dynja á andstæðingnum.

„Það er enginn bardagi auðveldur, en hann fór á minn veg. Ég lét hann spila minn leik og það heppnaðist fullkomlega," segir bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson um sigurinn á sérsveitarmanninum Barry Mairs í blönduðum bardagalistum.

Gunnar sigraði Barry með rothöggi þegar rúmar þrjár mínútur voru liðnar af fyrstu lotu. Hver lota er fimm mínútna löng í blönduðum bardagalistum og barist er í þrjár lotur.

Gunnar er atvinnumaður í íþróttinni í Bretlandi og býr ásamt þjálfara sínum í Manchester. Hann hefur unnið fjóra atvinnumannabardaga í röð, alla í fyrstu lotu.

„Ef ég næ þeim á flótta get ég auðveldlega haft áhrif á þá," segir Gunnar um aðferðina sem hann notar til að klekkja á andstæðingum sínum. „Ég tek þá niður og vinn í jörðinni. Aðalmálið er að plata þá þegar ég er að taka þá niður. Láta þá halda að ég ætli að kýla þá. Í rauninni er rosalega erfitt fyrir þá að kýla mig því þeir eru alltaf að hugsa um að ég sé að fara að taka þá niður."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes