Kvenlegar og fágaðar um áramót

Nokkur dæmi um áramótaklæðnað.
Nokkur dæmi um áramótaklæðnað.

„Blúndan kemur sterk inn í ár og allt í svörtu. Ég er líka ofsalega hrifin af hvíta litnum og eins finnst mér flott að blanda saman svörtu og off-white," segir Inga Rósa Harðardóttir, rekstrarstjóri NTC, aðspurð um helstu áherslurnar í áramótadressinu þetta árið.

Að hennar mati eru fágaðar línur í fyrirrúmi auk þess sem kvenlegheitin eru allsráðandi.

„Við eigum allar að vera ofboðslega elegant, kvenlegar og fallegar á gamlárskvöld. Sjálfa langar mig helst að vera í dragtarbuxum og einhverjum fallegum topp við. Ég hef gaman af svolítið rokkuðum tónum í bland við þetta kvenlega sem er í gangi og svo geta flottar metallic-leggings gert mikið, en þær hafa verið áberandi upp á síðkastið. En það verður að passa sig á því að vera bara í basic sokkabuxum eða leggings ef það er mikið um blúndur, pallíettur eða skraut í fötunum svo að við ofgerum ekki dressinu," segir Inga Rósa og bætir því við að aukahlutirnir setji að sjálfsögðu punktinn yfir i-ið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes