Britney flutt á sjúkrahús

Bandaríska söngkonan Britney Spears var flutt á sjúkrahús í morgun en áður hafði lögregla verið kvödd á heimili hennar vegna „forræðisdeilu um börn hennar". Að sögn fréttavefjarins TMZ var söngkonan undir áhrifum óþekktra lyfja þegar lögreglan kom á staðinn. 

Að sögn talsmanns lögreglu voru lögreglumenn enn á heimili söngkonunnar tveimur klukkustundum eftir að þeir komu þangað.   
Ekki hafa verið gefnar frekari upplýsingar um málið en Spears á sem kunnugt er í forræðisdeilu við Kevin Federline fyrrum eiginmann sinn. TMZ segir, að Spears hafi neitað að skila sonum þeirra tveimur til Federlines í gærkvöldi og því hafi lögreglan verið kölluð til. Spears missti tímabundið forræðið yfir drengjunum í haust samkvæmt dómsúrskurði.

Fyrr um daginn mætti söngkonan fyrir rétt til að bera vitni, en aðeins í fjórtán mínútur þar sem réttarhöldin hófust ekki fyrr en tæpum tveimur klukkustundum eftir að áætlað var. Lögfræðingar Spears, sem sögðu af sér störfum fyrr í vikunni voru þar viðstaddir, en Spears mun ekki hafa ráðið nýja lögfræðinga enn.

Britney Spears í umtöluðu atriði sínu á MTV verðlaunahátíðinni á …
Britney Spears í umtöluðu atriði sínu á MTV verðlaunahátíðinni á síðasta ári AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes