Verk Errós seldist á 85 milljónir

Erró áritar í verslun Máls og menningar á laugardag.
Erró áritar í verslun Máls og menningar á laugardag. mbl.is/G. Rúnar

Verk eftir Erró seldist nýverið á Christie's-uppboðinu í París á 1,3 milljónir dollara, sem nemur um 85 milljónum króna. Verkið heitir Comicscape og er frá árinu 1970.

„Síminn hefur ekki stoppað, nú eru allir að reyna að ná í myndir, þetta er eintóm vitleysa,“ segir Erró. „Ég seldi þessa mynd fyrir 8000 dollara á sínum tíma þannig að það hefur einhver náð sér í góðan pening þarna á milli.“

Erró var hér á landi um helgina og áritaði bókina Erró í tímaröð – líf hans og list sem kom út fyrir skömmu, en höfundur hennar er Danielle Kvaran listfræðingur.

Hann sagði við Morgunblaðið að m.a. verði stór sýning á pólitískum myndum hans í apríl í næsta ári í Montreal. „Ef allt gengur vel verður Yoko Ono með og sýningin verður kölluð Stríð og friður, og ég sé um stríðið og hún um friðinn.“

Erró veitti styrk úr sjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur, móðursystur sinnar, á laugardaginn, en sjóðnum er ætlað að efla og styrkja listsköpun kvenna. Það var Hulda Stefánsdóttir sem hlaut styrkinn að þessu sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren