Minningarathöfn um Ledger fer fram í Los Angeles

Aðdáendur leikarans Heath Ledgers hafa lagt blóm og myndir fyrir …
Aðdáendur leikarans Heath Ledgers hafa lagt blóm og myndir fyrir framan bygginguna þar sem leikarinn lést. Reuters

Utanríkisráðherra Ástralíu, Stephen Smith, segir að opinber minningarathöfn um leikarann Heath Ledger muni fara fram í Los Angeles í næstu viku.

Hann segir að stjórnvöld hafi boðið fjölskyldu leikarans að flytja líkið heim til Perth í Ástralíu, en talið er að Ledger verið lagður þar til hinstu hvílu.

Fjölmiðlafulltrúi Ledgers segir að fjölskylda leikarans hafi óskað eftir því að fá að skipuleggja útförina í friði. Ledger fannst látinn í íbúð sinni í New York sl. þriðjudag. Hann var 28 ára gamall.

Smith sagði við blaðamenn, er hann var staddur í húsnæði Sameinuðu þjóðanna í New York, að fjölskylda Ledgers hafi þegar haldið minningarathöfn í borginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes