Bannfærðum Bítlum boðið til Ísraels

Bítlarnir Paul McCartney, Ringo Star, George Harrison og John Lennon, …
Bítlarnir Paul McCartney, Ringo Star, George Harrison og John Lennon, voru bannaðir í Ísrael árið 1965. Reuters

Eftirlifandi Bítlum hefur verið boðið að koma og halda upp á 60 ára afmæli Ísraels, 43 árum eftir að Bítlarnir voru bannaðir í landinu.

Ísrael heldur upp á 60 ára afmæli þjóðarinnar í maí og hefur sendiherra Ísraela í London boðið Paul McCartney, Ringo Starr og ættingjum Johns Lennons og George Harrisons að koma til Ísrael og taka þátt í hátíðahöldunum.

Bítlarnir voru bannaðir í Ísrael árið 1965 en ráðamenn þjóðarinnar töldu að þeir gætu spillt ungmönnum landsins.

Sendiherra Ísraela segist vona að þeir komi nú og að Bítlarnir eigi marga aðdáendur í Ísrael, unga sem aldna.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes