Amy Winehouse fær ekki áritun til Bandaríkjanna

Breska söngkonan Amy Winehouse fær ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna en hún átti að koma fram á Grammy verðlaunahátíðinni um helgina í Los Angeles. Winehouse fékk sex tilnefningar til Grammy verðlauna.

Winehouse, sem er 24 ára, var lögð inn á meðferðarstofnun fyrir hálfum mánuði vegna lyfjafíknar.

Í yfirlýsingu frá umboðsfyrirtæki Winehouse, segir að söngkonan muni ekki koma fram á Grammy verðlaunahátíðinni. Bandaríska sendiráðið í Lundúnum hafi hafnað umsókn um vegabréfsáritun.

Í yfirlýsingunni segir, að Winehouse gangi vel í meðferðinni og þótt hún sé vonsvikin yfir að komast ekki til Bandaríkjanna nú muni hún fá fleiri tækifæri til að fara þangað.

Whinehouse var yfirheyrð af lögreglu á þriðjudag vegna mynda, sem teknar voru af henni fyrir mánuði að reykja krakk.  Þá hefur hún verið ákærð í Björgvin í Noregi fyrir að vera með maríjúana í fórum sínum.   

Amy Winehouse.
Amy Winehouse. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér finnist gaman að láta sjá verka þinna stað, skaltu hafa hugfast að magn er ekki sama og gæði. Einhver er ekki að segja allan sannleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér finnist gaman að láta sjá verka þinna stað, skaltu hafa hugfast að magn er ekki sama og gæði. Einhver er ekki að segja allan sannleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant