Spielberg segir starfi sínu lausu

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg hefur sagt upp störfum sem listrænn ráðgjafi skipuleggjenda næstu Ólympíuleika sem haldnir verða í Kína í sumar. Í tilkynningu sem hann sendi frá sér sakar hann kínversk yfirvöld um að hafa ekki lagt sitt að mörkum til að þrýsta á samherja sinn, Súdan til að binda enda á þjáningu fólks í Darfur-héraði.

„Samviska mín leyfir mér ekki að halda áfram eins og ekkert sé,” er haft eftir Spielberg á fréttavef BBC. „Ég finn að nú er ekki tíminn til að eyða allri minni orku á opnunarhátíð Ólympíuleikanna heldur að gera allt sem í mínu valdi stendur til að binda enda á hina hræðilegu glæpi sem enn eru framdir gegn mannkyninu í Darfur,” sagði Spielberg.

Steven Spielberg er ósáttur við aðgerðaleysi Kína í Darfur.
Steven Spielberg er ósáttur við aðgerðaleysi Kína í Darfur. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes