Mike Smith látinn

Hljómsveitin The Dave Clark Five á velmektardögunum á öndverðum sjöunda …
Hljómsveitin The Dave Clark Five á velmektardögunum á öndverðum sjöunda áratug síðustu aldar. from Mike Smith er annar frá vinstri.

Mike Smith, söngari hljómsveitarinnar Dave Clark Five, lést í fyrradag úr lungnabólgu, 64 ára gamall. Tvær vikur eru þar til sveitin verður tekin í heiðurssamfélagið US Rock and Roll Hall of Fame. Smith dó á spítala fyrir utan Lundúnaborg en hann var lagður inn á miðvikudag með sýkingu.

Lasleikann er hægt að rekja til meiðsla sem söngvarinn varð fyrir er hann féll af grindverki árið 2003 og lamaðist neðan brjóstkassa. „Síðustu fimm ár hafa verið erfið fyrir Mike. Ég er döpur að missa hann en fegin að vita að hann gat eytt síðustu mánuðunum heima hjá sinni ástkæru eiginkonu Charlie,“ sagði Margot Lewis, umboðsmaður hans.

Dave Clark Five var mikilvæg hljómsveit í bresku tónlistarsenunni á sjöunda áratugnum. Hún var ein af samkeppnissveitum Bítlanna og átti smelli beggja vegna Atlantshafsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft þarf ekki stóra hluti til, heldur að breyta út af vananum. Hægðu á þér. Taktu eitt verkefni fyrir í einu og gefðu þér tíma til að anda á milli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft þarf ekki stóra hluti til, heldur að breyta út af vananum. Hægðu á þér. Taktu eitt verkefni fyrir í einu og gefðu þér tíma til að anda á milli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant