„Konungur Soho" látinn

Breski klámkóngurinn, Paul Raymond er látinn. Raymond, sem var 82 ára að aldri, var fyrstur til þess að bjóða upp á nektarsýningar í höfuðborg Bretlands, Lundúnum. Raymond hagnaðist vel á viðskiptum sínum en eignir hans eru metnar á 650 milljónir punda, 86 milljarða króna. Fékk Raymond nafnbótina, „konungur Soho" á sínum tíma fyrir starfsemi sína í hverfinu.

Raymond, sem hét réttu nafni Geoffrey Anthony Quinn, hætti í skóla fimmtán ára til þess að starfa i skemmtanaiðnaðinum. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1958 sem hann vakti verulega athygli meðal almennings þegar hann fór að bjóða upp á nektarsýningar. Í kjölfarið fór hann að kaupa upp fasteignir í Soho og vesturhluta Lundúnaborgar og efnaðist verulega á þeim viðskiptum. Hefur honum verið líkt við starfsbróður sinn vestanhafs, Hugh Heffner eiganda Playboy, en Raymond hefur einnig verið atkvæðamikill í tímaritaútgáfu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg