Clinton og Pitt heimsækja New Orleans

Bill Clinton og Brad Pitt í New Orleans í gær.
Bill Clinton og Brad Pitt í New Orleans í gær. AP

Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, og kvikmyndaleikarinn Brad Pitt heimsóttu hundruð sjálfboðaliða í New Orleans í gær, sem vinna að því að byggja upp níunda hverfi í borginni sem varð verst úti í hvirfilbylnum Katrínu árið 2005.  Katrína olli miklum flóðum og eyðileggingu á svæðinu og þúsundir misstu heimili sín.

Brad stýrir Make it Right sjóðnum, en markmiðið með honum er að byggja upp heimili og ryðja land fyrir uppbyggingu, fyrir þá sem misstu allt í hvirfilbylnum.  

Sex hundruð háskólanema, sem voru í þriggja daga verkefni á vegum Clinton Global Initiative háskólans, en verkefnið miðar að því að hvetja háskólanema til þess að fást við víðtæk vandamál á frumlegan og praktískan hátt.

Pitt sagðist vonast til þess að á næstu sex mánuðum yrði mikið búið að gera fyrir íbúa svæðisins, sem ekki hafa náð að endurheimta fyrra líf sitt.  Pitt og Clinton tóku einnig til hendinni og blönduðu geði við sjálfboðaliðana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg