Anthony Minghella látinn

Breski kvikmyndaleikstjórinn Anthony Minghella er látinn, 54 ára að aldri.

Minghella vakti fyrst verulega athygli þegar hann hlaut Óskarsverðlaunin fyrir myndina The English Patient árið 1996. Bæði vann hann styttu fyrir leikstjórn og svo hlaut myndin Óskar sem besta myndin.

Áður hafði Minghella leikstýrt myndunum Truly Madly Deeply með Alan Rickman og Mr. Wonderful með þeim Matt Dillon og William Hurt í aðalhlutverkum.

Eftir The English Patient leikstýrði Minghella The Talented Mr. Ripley með þeim Matt Damon og Jude Law og var sú mynd tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna.  Næsta mynd hans, Cold Mountain, var einnig tilnefnd til fjölda verðlauna og fékk einmitt Renée Zellweger Óskarinn fyrir þá mynd. Síðasta mynd hans, Breaking and Entering, skartaði þeim Jude Law og Robin Wrigh-Penn í aðalhlutverkum.

Áður en Minghella helgaði sig kvikmyndagerð samdi hann tónlist og skrifaði leikrit. Gagnrýnendum þótti mikið til hans koma og hann vann til verðlauna fyrir leikrit sitt Made in Bangkok árið 1986.

Hann þáði stöðu formanns Bresku kvikmyndastofnunarinnar árið 2003. Þegar hann tók við þeirri stöðu sagði hann í viðtali að „við erum ekki að ná að framleiða nógu margar myndir hérna. Það er ekki af því að myndverin eru of upptekin heldur er einfaldlega ekki nógu mikið til af þeim.“

Síðasta verkefni Minghella var að leikstýra 90 mínútna kynningarþætti fyrir BBC One sjónvarpsstöðina, The No. 1 Ladies Detective Agency, og stendur til að frumsýna þáttin í lok mánaðarins.

Anthony Minghella.
Anthony Minghella. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki einfær um að hrinda í framkvæmd þeirri áætlun, sem stendur huga þínum næst. Sígandi lukka er best og það hefur sannast á starfsferli þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki einfær um að hrinda í framkvæmd þeirri áætlun, sem stendur huga þínum næst. Sígandi lukka er best og það hefur sannast á starfsferli þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir