Dómari gagnrýnir Mills í úrskurði

Heather Mills sætir harðri gagnrýni á köflum í úrskurði, sem kveðinn var upp í gær um skilnað hennar og Pauls McCartneys. Í úrskurðinum, sem birtur var nú eftir hádegið, segir dómarinn m.a. að framburður Mills fyrir dómi hafi á köflum verið rangur og mótsagnakenndur.

Þá segir dómarin, að Sir Paul McCartney missti nokkrum sinnum stjórn á skapi sínu meðan á réttarhöldunum stóð en hann hefði hins vegar stöðugur, nákvæmur og heiðarlegur í framburði sínum.

„Því miður get ég ekki sagt það sama um framburð eiginkonunnar. Eftir að hafa fylgst með og hlustað á hana bera vitni, eftir að hafa rannsakað gögnin og eftir að hafa tekið tillit til þess mikla álags, sem hún hlýtur að hafa verið undir (og við að flytja eigið mál) hlýt ég að komast að þeirri niðurstöðu að mikið af framburði hennar, bæði skriflegur og munnlegur, sé mótsagnakenndur og rangur og einnig ekki sérlega opinskár.

Þegar á heildina er litið var hún ekki sérlega trúverðugt vitni."

Dómarinn segir, að fullyrðingar Mills um að hún hafi verið auðug og fjárhagslega sjálfstæð áður en hún kynntist Sir Paul árið 1999 séu afar ýktar.

Dómarinn segir einnig, að Mills sé viljasterk og ákveðin og hafi sýnt mikla skapfestu þegar hún glímdi við afleiðingar mótorhjólaslyss þar sem hún missti annan fótinn. 

Þá tekur dómarinn undir þá fullyrðingu Pauls, að hið eiginlega samband þeirra Mills hafi byrjað eftir hjónaband þeirra í júní 2002 en ekki, eins og Mills hélt fram, í mars 2000. 

Úrskurðurinn í heild 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki einfær um að hrinda í framkvæmd þeirri áætlun, sem stendur huga þínum næst. Sígandi lukka er best og það hefur sannast á starfsferli þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki einfær um að hrinda í framkvæmd þeirri áætlun, sem stendur huga þínum næst. Sígandi lukka er best og það hefur sannast á starfsferli þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir