Brit og Kev saman í ferðalag

Britney Spears og Kevin Federline er þau voru gift.
Britney Spears og Kevin Federline er þau voru gift. AP

Bandaríska söngkonan Britney Spears og fyrrum eiginmaður hennar Kevin Federline eru nú sögð hittast á laun til að kanna möguleikana á því að taka saman á ný en þau hafa á undanförnum mánuðum staðið í harðri forræðisdeilu um tvo unga syni sína. 

„Þau hittust um páskana og það gekk svo vel að Britney og Kevin hafa ákveðið að fara saman í ferðalag í burt frá Hollywood til að vinna í sambandi sínu,” segir ónefndur heimildarmaður tímaritsins Star. „Kevin vill fara í burtu með Britney til að komast að því hvort það sé eitthvað á milli þeirra sem hægt er að byggja á. Þegar hann lagði það til við hana sagðist hún vera tilbúin til þess hvenær sem hann vildi. 

Skilnaður hjónanna gekk í gegn í júlí á síðasta ári. Þau höfðu framan af sameiginlegt forræði yfir drengjunum en um áramót var Spears svipt forræði yfir þeim og skömmu síðar öllum umgengnisrétti við þá. Hún mun þó hafa hitt drengina með samþykki Federline eftir að hún var útskrifuð af geðdeild þar sem hún var tvívegis lögð inn gegn vilja sínum. 

Federline, sem á einnig tvö börn með leikkonunni Shar Jackson, lýsti því yfir fyrir skömmu að hann elskaði enn báðar barnsmæður sínar. „Ég mun alltaf elska mæður barna minna og ég mun alltaf vera til staðar fyrir þær,” sagði hann. „Samband mitt við börnin mín og fjölskyldu mun vara allt lífið og er það sem skiptir mig mestu máli."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes