Federline lifir hátt

Kevin Federline fékk nýlega greidda 15.000 dollara fyrir að mæta …
Kevin Federline fékk nýlega greidda 15.000 dollara fyrir að mæta í eigin afmælisveislu í Las Vegas. AP

Kevin Federline, fyrrum eiginmaður Britney Spears eyddi rúmlega 43.000 Bandaríkjadollurum (rúmlega 3,2 milljónum íslenskra króna) á hótelum, veitingastöðum og í verslunum í Las Vegas frá því í maí á síðasta ári fram í janúar á þessu ári, samkvæmt því sem fram kemur í dómskjölum sem gerð voru opinber í dag.

Samkvæmt því sem þar kemur fram greiddi hann m.a.  2000 dollara í þjóðfé á nektarveitingastað þar sem hann hafði keypt veitingar fyrir 365 dollara.Fram kemur í gögnum sem birt voru í dag að útgjöld fyrirtækis hans Gooseneck Productions hafi  verið 841.129 dollarar á síðasta ári en að tekjur þess hafi verið 544.075 dollarar.

Þá varði hann 74.102 dollurum í tónlistarframleiðslu sína en hafði 9.849 dollara í tekjur af henni.Spears hefur fram til þessa verið gert að greiða lögfræðikostnað Federline vegna forræðis og umgengnisdeilu þeirra vegna tveggja ungra sona þeirra.

Spears greiðir honum 15.000 dollara á mánuði í meðlag með drengjunum og fram í nóvember á síðasta ári greiddi hún honum einnig 20.000 dollara á mánuði í framfærslu.

Sjálfur greiðir Federline 18.228 dollara á mánuði í meðlag og skólagjöld tveggja eldri barna sinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg