Clooney fékk „aðvörun“

Clooney og Sara Larson á frumsýningu Leatherheads í Los Angeles …
Clooney og Sara Larson á frumsýningu Leatherheads í Los Angeles 11. mars. AP

George Clooney var brugðið er hann fékk ógnvekjandi símtal þar sem hann var varaður við því að halda áfram sambandi við unnustuna, Söru Larson, og leitaði hann aðstoðar bílstjóra síns, sem er fyrrverandi lögreglumaður, til að rannsaka málið.

Viðvörunin var lesin inn á talhólf Clooneys, þar sem rödd miðaldra karlmanns sagði honum að „láta tíkina róa.“

„Drengur minn, vinir þínir báðu mig að flytja þér skilaboð: Láttu tíkina róa áður en þú hefur verra af!“

Larson, sem er 29 ára fyrrverandi þjónustustúlka frá Las Vegas, hafði litlar áhyggjur. Þegar Clooney leyfði henni að heyra upptökuna, að blaðamanni tímaritsins New Yorker viðstöddum, sagði hún: „Áður en þú hefur verra af?“

Larson kveðst hafa heyrt og lesið margt ósatt um fortíð sína í Las Vegas:

„Það var sagt að ég væri nektardansmær. Búið að segja helling um það. Ég hef aldrei verið nektardansari. Þótt að ég sé frá Las Vegas er ekki þar með sagt að ég hljóti að vera nektardansmær. Þótt ég sé þjónustustúlka er ekki þar með sagt að ég sé vændiskona.“

Clooney sagði að það gæti ekki verið að símtalið væri nýjasti hrekkur vina sinna, Matts Damons og Brads Pitts.

„Þetta er ekki gabb - enginn vina minna myndi gera svonalagað,“ sagði Clooney.

Rannsókn Clooneys og bílstjórans hefur ekki leitt neitt í ljós um hver það var sem hringdi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér finnist gaman að láta sjá verka þinna stað, skaltu hafa hugfast að magn er ekki sama og gæði. Einhver er ekki að segja allan sannleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér finnist gaman að láta sjá verka þinna stað, skaltu hafa hugfast að magn er ekki sama og gæði. Einhver er ekki að segja allan sannleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant