Madonna vill ættleiða indverskt barn

Madonna með fóstursyni sínum David Banda.
Madonna með fóstursyni sínum David Banda. Reuters

Poppdrottningin Madonna mun nú hafa hug á að ættleiða barn frá Indlandi. Madonna og Guy Ritchie, eiginmaðurin hennar, hafa gefist upp á skrifræðinu í Afríku varðandi ættleiðingu en þau vildu ættleiða litla afríska stúlku. Eftir að hjónin fóru í nýársferð til Indlands, ásamt börnunum Lourdes, sem er 11 ára, Rocco, sem er sjö, og David, sem er tveggja ára og þau ættleiddu á sínum tíma frá Malaví, hafa þau nú hug á að ættleiða indverskt barn. Heimildir herma að Madonna hyggist halda til Indlands til að vinna í málinu eftir að hún hefur lokið við að kynna nýja hljómplötu sína.

Í Mumbai hittu þau Bollywood-danshöfundinn Sandip Soparrkar, sem sjálfur hefur ættleitt barn.

„Við ræddum um það hve mörg börn eru heimilislaus hér í landi,“ er haft eftir honum.

Heimildarmaður segir að Ritchie hafi verið á móti hugmyndinni en þegar söngkonan vilji eitthvað, þá fái hún sínu framgengt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes