Íslensk unglingahljómsveit vann lagasmíðakeppni

Soundspell.
Soundspell.

Unglingahljómsveitin Soundspell fór með sigur af hólmi í ungmennaflokki í alþjóðlegri lagasmíðakeppni. Fá piltarnir m.a. að launum fimm vikna skólavist í sumar í Berklee tónlistarskólanum í Boston.

Fram kemur á Sandgerðisvefnum 245.is, að yfir 15 þúsund lög bárust í keppnina og í lok janúar var Soundspell tilkynnt að þeir væru komnir í undanúrslit í sínum aldursflokki með tvö lög af plötunni An Ode to the Umbrella. Viku síðar voru þeir komnir í 13 laga úrslit með lagið sitt Pound og í vikunni var piltunum tilkynnt að þeir væru sigurvegarar í flokki unglinga.

Á vefnum kemur fram að strákarnir í Soundspell hafi æft á elliheimili, í líkamsræktarstöð og bílskúr.  Þeir séu allir í námi, Alexander Briem söngvari sé á leiklistabraut í Kvikmyndaskóla Íslands, Áskell bassaleikar stundi nám í MH og FíH, Siggi píanóleikari sé í Kvennaskólanum í Reykjavík, Jón Gunnar gítarleikari í Verslunarskóla Íslands og Benni trommuleikari  í Fjöltækniskólanum.

245.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav