Tilraunastofa lista og vísinda

Katrín Sigurðardóttir myndlistarmaður skapar eftirlíkingar þekktra húsa. Þau eru: Bræðraborgarstígur …
Katrín Sigurðardóttir myndlistarmaður skapar eftirlíkingar þekktra húsa. Þau eru: Bræðraborgarstígur 23a, Sóleyjargata 13 og hús á Skothúslóð

Listahátíð í Reykjavík hefst í dag, en hún er nú haldin í 22. sinn. Til hátíðarinnar var stofnað árið 1970 og var hún haldin annað hvert ár til ársins 2004, er ákveðið var að hátíðin skyldi haldin árlega.

Í ár er sérstök áhersla á myndlist á Listahátíð í Reykjavík. Þungamiðja hátíðarinnar verður Tilraunamaraþon sem hefst í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu kl. 10 í fyrramálið. Tilraunamaraþonið er sérstakt fyrir það, að þar er teflt saman listamönnum og vísindamönnum og safninu verður breytt í opna tilraunastofu, en umsjónarmenn maraþonsins eru Hans Ulrich Obrist og Ólafur Elíasson.

Þótt myndlistinni verði gert hátt undir höfði í ár er dagskráin fjölbreytt sem endranær. Um fjörutíu listviðburðir verða á þeim þremur vikum sem hátíðin stendur og lætur nærri að um 200 listamenn komi fram. Þar af eru um 120 listamenn tengdir myndlistarverkefnunum. Hlutfall íslenskra og erlendra listamanna er nokkuð jafnt. Af viðburðunum fjörutíu eru rúmlega 20 myndlistarsýningar.

Að sögn Guðrúnar Kristjánsdóttur, kynningarstjóra hátíðarinnar, hafa 25 erlendir fjölmiðlamenn boðað komu sína á hátíðina, en hún segir að þeir verði fleiri, því sumir tilkynni hátíðinni ekki um komu sína. Meðal þessa fjölmiðlafólks eru fastapennar margra virtustu listtímarita heims. Guðrún telur að vel yfir hundrað erlendir gestir alls komi hingað til lands til að fylgjast með hátíðinni, en hluti þeirra tengist þeim erlendu listamönnum sem taka þátt í hátíðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren