„Hipp og kúl“ vorlína

Þau voru „hipp og kúl“ - eins og sagt er - krakkarnir sem sýndu sína eigin vorlínu á einstakri tískusýningu sem haldin var í Öskjuhlíðarskóla í Reykjavík í dag. Mikið var um að vera í förðunarherberginu fyrir sýningu, en flotta greiðslu og augnskugga má ekki vanta þegar gengið er fram fyrir tugi áhorfenda.

Það voru nemendur í sjötta til tíunda bekk skólans, sem tekið höfðu þátt í námskeiði undir handleiðslu Steinunnar Sigurðardóttur, tískuhönnuðar, sem komu fram og var tískusýningin lokahnykkurinn í fjölbreyttri listaviku skólans sem allir 100 nemendur hans tóku þátt í. Steinunn segir þetta hafa verið eitt skemmtilegasta verkefni sem hún hafi tekið að sér.

Stemningin var mikil og krökkunum klappað lof í lófa. Dorrit Moussaieff forsetafrú var yfir sig hrifin af frammistöðu nemenda og lét ekki sitt eftir liggja í að hvetja þau til dáða. Dorrit þykir mikið til starfsins í Öskjuhlíðarskóla koma og segir það mjög til eftirbreytni.

Og þeir voru heldur ekkert að slá af Mercedez-gæjarnir sem tróðu upp eftir tískusýninguna. Með þeim var fríður hópur dansara sem sýndi nokkur spor og söng með og var atriðið svo vel heppnað að skólastjórinn hafði á orði að þetta gæti orðið næsta framlag Íslands til Júróvisjón.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg