Brúðarmeyjan mætir ekki

Jóakim Danaprins á æfingu brúðkaups síns og Marie Cavallier í …
Jóakim Danaprins á æfingu brúðkaups síns og Marie Cavallier í Mogeltonder í gær AP

Bróðir Marie Cavalliers, sem klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma mun ganga í hjónaband með Jóakim Danaprinsi, hefur afboðað komu sína og tveggja dætra sinna í brúðkaupið. Til stóð að önnur dætranna yrði brúðarmeyja. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Ekki hefur verið greint frá því hver verður brúðarmeyja í  stað stúlkunnar eða hver ástæða afboðunarinnar er.

Mikil spenna er í Mogeltonder á sunnanverðu Jótlandi vegna brúðkaupsins en um 400 fjölmiðlamenn eru komnir í bæinn til að fylgist með því auk 300 gesta. Gestalistinn hefur ekki verið birtur en vitað er að Viktoría krónprinsessa Svía og kvikmyndaleikarinn Roger Moore verða á meðal gesta. 

Það hefur þó verið töluvert gagnrýnt í Danmörku að fjölmiðlar munu ekki hafa aðgang að brúðkaupsveislunni sem haldin er á kostnað danskra skattborgara í kvöld. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes