Danadrottning varð að fara út til að reykja

Margrét Danadrottning í brúðkaupi Jóakims og Marie á laugardag.
Margrét Danadrottning í brúðkaupi Jóakims og Marie á laugardag. Reuters

Danska slúðurtímaritið Se og Hør segir á vef sínum í dag, að litlu hafi munað að brúðkaupsveislu Jóakims Danaprins og Mairie prinsessu hafi verið aflýst um síðustu helgi vegna þess að til stóð að leyfa reykingar í veislusalnum. Segir blaðið, að þjónar hafi neitað að starfa í veislunni ef reykingar yrðu leyfðar inni í salnum.

Margrét Danadrottning er stórreykingamaður en fyrir nokkur ákvað hún að hætta reykingum á almannafæri. Hún reykir hins vegar enn í einkasamkvæmum og þess vegna stóð til að leyfa reykingar í veislusalnum í Møgeltønder sl. laugardag eins og í öðrum dönskum kóngaboðum.

Se og Hør segir, að Jóakim hafi beðið móður sína að fara út til að reykja. Á það féllst hún og þar með var málið leyst. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg