Verk eftir Monet selt á 6,7 milljarða króna

Le Bassin Aux Nympheas eftir Claude Monet.
Le Bassin Aux Nympheas eftir Claude Monet. AP

Nýtt met var slegið er verk eftir franska málarann Claude Monet var selt á 40,9 milljónir punda, 6,7 milljarða króna á uppboði Christie's í Lundúnum í gærkvöldi. Er þetta hæsta verð sem fengist fyrir málverk eftir Monet, samkvæmt frétt BBC. Gert hafði verið ráð fyrir því að verkið, Le Bassin Aux Nympheas, færi á 24 milljónir punda. Ekki er gefið upp hver keypti verkið.

Monet málaði myndina árið 1919 í Giverny í Frakklandi og það hefur einungis einu sinni verið sýnt opinberlega síðustu áttatíu árin.

Í maí var verkið  Le Pont du chemin de fer a Argenteuil eftir Monet selt á 20,9 milljónir punda og var það hæsta verð sem greitt hafði verið fyrir málverk eftir Monet þar til nú.

Dáðst að Le Bassin Aux Nympheas eftir Monet.
Dáðst að Le Bassin Aux Nympheas eftir Monet. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur vanrækt vin og verður nú að finna þér tíma til þess að bæta úr og sinna honum. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur vanrækt vin og verður nú að finna þér tíma til þess að bæta úr og sinna honum. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant