Brúðkaupinu reddað

Eins og grein var frá í Morgunblaðinu nýlega þá var brúðkaupsveisla Thorvalds Brynjars Sörensens í miklu uppnámi vegna stórtónleika Bjarkar og Sigur Rósar í Laugardalnum, en í þessum sama dal átti Thorvaldur bókað Þróttaraheimili undir brúðkaupsveislu, en útlit var fyrir að tónleikar stæðu hvað hæst meðan á borðhaldi stæði. Fyrir utan ónæðið þá er Thorvald lítill aðdáandi tónlistarmannanna. En nú hefur fundist farsæl lausn í þessu máli.

„Það er búið að redda þessu öllu, veislan verður í Iðusölum,“ segir Thorvald glaður í bragði, en eftir að hann hafði sent fyrirspurn á veisla.is var honum bent á að þar væri laus salur. „Það er reyndar annað brúðkaup á hæðinni fyrir neðan en það er í góðu lagi,“ segir Thorvald sem fær nú að ráða sjálfur hver sér um tónlistina. „DJ Siggi Hlö, ekkert Sigur Rós eða Björk kjaftæði eða væl.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes