Björk aflýsir tónleikum

Björk Guðmundsdóttir á Náttúru tónleikum
Björk Guðmundsdóttir á Náttúru tónleikum mbl.is/Kristinn

Björk Guðmundsdóttir hefur aflýst tvennum næstu tónleikum sínum eftir Náttúrutónleikana sem voru haldnir um síðustu helgi. Fyrri tónleikarnir áttu að fara fram í Sheffield á Englandi, en hinir á tónleikahátíð í Hertfordshire. Ólíkar ástæður liggja að baki þess að aflýsa þurfti tónleikunum tveimur.

Á tónleikunum í Laugardal sagði Björk áhorfendum frá því hún ætti við eymsli í hálsi á stríða og á bjork.com kemur fram að læknar hafi ráðlagt henni að hvíla röddina. Ekkert verður því af tónleikunum í Sheffield í kvöld, sem reyndar höfðu áður verið færðir, en þau sem eiga miða fá þá endurgreidda.

Á heimasíðunni segir að Björk þyki það mjög leitt að þurfa að blása tónleikana af og biður hún miðakaupendur afsökunar.

Aðstaðan ekki nógu góð

Öðru máli gildir um tónlistarhátíðina Wild In the Country þar sem Björk átti að vera aðalnúmerið um næstu helgi. Samkvæmt heimsíðu hennar neyddist hún til þess að afboða komu sína þangað, þar sem skipuleggjendur tónleikahátíðarinnar stóðu sig ekki í stykkinu við undirbúning. Vandamál komu upp í sambandi við sviðið, hljóð- og ljósabúnað, svo að aðstaðan var ófullnægjandi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg