Valdimar Jóhannsson er sannkallaður eldhugi: Ætlar að kveikja í sjálfum sér

„Ég brenni mig eða svíð af einhver líkamshár í hvert skipti sem ég leik mér að eldinum,“ segir ofurhuginn og áhættuleikarinn Valdimar Jóhannsson, en hann stefnir á að setja tvö heimsmet á næsta ári; annars vegar í sjálfsíkveikju og hins vegar í akstri gegnum eldgöng.

Setur öryggið á oddinn

„Metið í sjálfsíkveikju er tvær mínútur og sex sekúndur en ég stefni á að slá það. Ég er búinn að ganga með metið í maganum lengi en stefni á að gera þetta einhverntímann á næsta ári,“ segir Valdimar sem notast við sérstakan hlífðarfatnað, sem smurður er með eldvarnargeli og settur í kæli sólarhring áður en sjálfur bruninn fer fram. Þannig helst Valdimar kaldur lengst af, þó svo að hann sé alelda, einsog Nýdönsk söng forðum.

„Ég er ekki klár á því hvert hitastigið verður, en manni verður ansi heitt á skömmum tíma. Þá er mjög fín lína milli þess að vita hvenær hitinn nær hámarki og hvenær þú byrjar að brenna lifandi,“ segir Valdimar ósköp yfirvegaður, meðan blaðamaður sýpur hveljur.

Valdimar tekur þó fram að hann sé lærður fagmaður og taki öll sín áhættuatriði alvarlega, annars væri hann dauður. „Allur undirbúningur miðast af því að koma í veg fyrir hið óvænta og hafa stjórn á ástandinu. Varla þarf að taka fram, að ekki er mælt með að fólk reyni þetta heima hjá sér.“

Málshátturinn „brennt barn forðast eldinn“ á ekki við Valdimar. „Nei, alls ekki. Þetta er orðið hálfgert hobbí hjá mér, sérstaklega á tímabili þegar ég gerði lítið annað en að prófa ýmsa líkamsparta til að kveikja í.

Vill keyra í gegnum eldgöng

„Annað heimsmet sem mig langar að slá er akstur á bíl í gegnum logandi eldgöng. Það er þó öllu meiri framkvæmd og dýrari enda að mörgu að huga. Ég er ekki viss um hvert metið er núna en ég held að það sé í kringum 300 metrar,“ segir Valdimar, sem er lærðasti Íslendingurinn á sviði áhættuleiks, með margar stórmyndir undir beltinu, á borð við Die Another Day, Gangs of New York og flestar íslenskar kvikmyndir síðustu ára, sem krafist hafa áhættuleiks.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjármálin eru ruglingsleg og því er þetta ekki rétti dagurinn til að taka mikilvægar ákvarðanir. Gerðu ekki ráð fyrir skyndilausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjármálin eru ruglingsleg og því er þetta ekki rétti dagurinn til að taka mikilvægar ákvarðanir. Gerðu ekki ráð fyrir skyndilausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant