Kosið um klæðaburð fræga fólksins

Carla Bruni með Shimon Peres, forseta Ísraels.
Carla Bruni með Shimon Peres, forseta Ísraels. Reuters

Nú stendur sem hæst árleg kosning meðal lesenda bandaríska tímaritsins Vanity Fair um hverjir úr röðum fræga fólksins séu best- og verst klæddir. Eiginkonur stjórnmálamanna virðast kunna að klæða sig en bæði Carla Bruni, forsetafrú Frakklands, og Michelle Obama, eiginkona bandaríska forsetaframbjóðandans Baracks Obama, hafa fengið mörg atkvæði. 

Björk Guðmundsdóttir er einnig á núverandi lista blaðsins en hún er í þriðja sæti yfir verst klæddu konurnar, á eftir þýsku prinsessunni Elisabeth von Thurn und Taxis, og ensku söngkonunni Amy Winehouse. 

Leikarinn Patrick Dempsey er sem stendur efstur á listanum yfir best klæddu karlmennina en fast á hæla honum kemur Bondleikarinn Daniel Craig. Þá hafa þau Brad Pitt og Angelina Jolie yfirburði í kosningu um best klædda parið.

Niðurstaðan úr kjörinu mun liggja fyrir í september, að sögn Vanity Fair.

Heimasíða Vanity Fair 

Björk Guðmundsdóttir vekur jafnan athygli fyrir óvenjulegan klæðaburð.
Björk Guðmundsdóttir vekur jafnan athygli fyrir óvenjulegan klæðaburð. mbl.is/Kristinn
Michelle Obama með Barack eiginmanni sínum.
Michelle Obama með Barack eiginmanni sínum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg